Ás frá Ármóti

 

 

Molar frá Ármóti

19. maí 2009
Feðgar á Ármótum

Höfðingjarnir Sær frá Bakkakoti og Ás frá Ármótum verða eins og mörg undanfarin ár aðalstóðhestar á hrossaræktarbúinu á Ármótum. Nú er tekið á móti hryssum sem eiga að fara undir stóðhestana Ás frá Ármóti og Sæ frá Bakkakoti. Þeir sem hafa áhuga að halda hryssum undir klárana eru beðnir um að hringja í Hafliða Halldórsson í síma  8963636.

Ás fra Ármóti
Mynd Jens Einarsson

14.júlí 2008
Til sölu tveir glæsilegir stóðhestar í Þýskalandi.

Áramótabúinu hefur verið falið að aðstoða við sölu á tveimur glæsilegum stóðhestum. Annars vegar er það Frakkur frá Mýnesi, sem er góður Frakkur frá Mýnesiklárhestur sem gefur falleg afkvæmi. Hér er á ferðinni skemmtilegur keppnishestur, sem Logi Laxdal keppti nokkrum sinnum á 2005 og sigraði m.a.  á Fjórðungsmóti Vesturlands á Kaldármelum í B flokki stóðhesta. Hins vegar er það Hilmir Snær frá Ámótum glæsilegur bleikskjóttur stóðhestur úr rækt Ármóta. Hilmir Snær er mjög viljugur og flug vakur, enda með 9 fyrir skeið og vilja og geðslag. Hilmir Snær frá ÁrmótiMeð aðaleinkunn 8.21 í sínum fyrsta dóm tryggði Hilmi-Snær sér þátttöku á Landsmóti 2004. Logi Þór Laxdal og Hilmir gerðu góða ferð á Félagsmót Geysis í júní 2005 er þeir sigruðu A flokk gæðinga með glæsibrag og hlutu einkunina 8,82. Báðir klárarnir eru nú í Þýskalandi tilbúnir til sölu.

 

26. júní 2008
Fimm hryssur frá Ármóti á LM2008

Fimm hryssur frá Ármótabúinu á Rangárvöllum verða á LM2008 á Gaddstaðaflötum. Fjórar náðu lágmörkum inn á mót í einstaklingssýningum hryssna. Sú fimmta mun fylgja föður sínum, Sæ frá Bakkakoti, í heiðursverðlaunasýningu.

Spá frá ÁrmótiÍ sjö vetra flokki fékk Aríel frá Hafnarfirði 8,34. Hún er undan Kveik frá Miðsitju og Mist frá Laugarvatni, Angadóttur frá Laugarvatni. Í sex vetra flokki er fyrst að nefna Sæmd frá Kálfhóli 2 með 8,25 inn á mót. Hún er undan Sæ frá Bakkakoti og Þulu frá Kálfhóli, Reyksdóttur frá Hoftúnum. Í sex vetra flokki er einnig Hafdís frá Ármóti með 8,23 inn á mót. Hún er undan Orra frá Þúfu og Halastjörnu frá Rauðuskriðu, Þokkadóttur frá Kílhrauni. Í fimm vetra flokki er það svo Lukka frá Fosshof með 8,13 í aðaleinkunn. Hún er undan Sæ frá Bakkakoti og Lilju frá Litla-Kambi. Spá frá Ármóti mun svo fylgja föður sínum, Sæ frá Bakkakoti, en hann tekur við heiðursverðlaunum á mótinu fyrir afkvæmi.

Mynd: Spá frá Ármóti, knapi Steingrímur Sigurðsson. Ljósm:JE

14. júní 2008
Sæmd með sæmd inn á LM2009

Sæmd frá Kálfhóli 2 er með gullvild á miða inn á LM2008. Vel yfir mörkum, með 8,25 í aðaleinkunn. Hún er undan Þulu frá Kálfhóli 2 og Sæ frá Bakkakoti. Eigendur eru Dan og Josefine Ewert, og Hafliði Halldórsson.

SæmdSæmd er með skítsæmilegan byggingardóm, 7,87, en þrumu góðar einkunnir fyrir kosti. Hún er með 9,0 fyrir tölt og fegurð í reið,
8,5 fyrir vilja, og 8,0 fyrir brokk, skeið og stökk. Henni leiðist klyfjagangur, fær 7,5 fyrir hann. Knapi á Sæmd var besti knapi á kynbótahrossum fyrr og síðar, Þórður Þorgeirsson.

IS2002287845 Sæmd frá Kálfhóli 2
Litur: 7600 Móálóttur,mósóttur/dökk- einlitt
Ræktandi:
Eigandi: Dan og Josefine Ewert, Hafliði Halldórsson
F: IS1997186183 Sær frá Bakkakoti
Ff: IS1986186055 Orri frá Þúfu
Fm: IS1983286036 Sæla frá Gerðum
M: IS1995287845 Þula frá Kálfhóli 2
Mf: IS1985187007 Reykur frá Hoftúni
Mm: IS1983287841 Toppa frá Kálfhóli 2
Mál: 140 - 140 - 62 - 142 - 27,5 - 17,0
Hófamál: Vfr: 8,8 - Va: 8,6
Sköpulag: 7,5 - 8,0 - 8,0 - 8,5 - 7,0 - 8,0 - 8,0 - 7,0 = 7,87
Hæfileikar: 9,0 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,5 - 9,0 - 7,5 = 8,51
Aðaleinkunn: 8,25
Hægt tölt: 8,5      Hægt stökk: 8,0
Sýnandi: Þórður Þorgeirsson

11. júní 2008
Sæmd frá Kálfhóli 2 fékk góðar einkunnir á kynbótasýningu á Sörlastöðum. Hún fékk 7,87 fyrir sköpulag og 8,47 fyrir kosti. Hún fékk 9,0 fyrir tölt og fegurð í reið. Skeiðaði er upp á 7,5 í fordómi, en yfirlitið er eftir.Sæmd frá Kálfhóli 2

Sæmd eru í eigu Dan og Josefine Ewert, og Hafliða Halldórssonar á Ármótum á Rangárvöllum. Hún er undan Sæ frá Bakkakoti og Þulu frá Kálfhóli 2, sem er undan Toppu frá Kálfhóli 2 og Reyk frá Hoftúnum. 
Þula er sammæðra gæðingnum Þyt frá Kálfhóli 2. Sæmd er hástemmd viljahryssa, ör og kjarkmikil. Gripur sem hverju hrossabúi væri sæmd að í stóði sínu. Knapi á Sæmd var Þórður Þorgeirsson.

IS2002287845 Sæmd frá Kálfhóli 2
Litur: 7600 Móálóttur,mósóttur/dökk- einlitt
Ræktandi:
Eigandi: Dan og Josefine Ewert, Hafliði Halldórsson
F: IS1997186183 Sær frá Bakkakoti
Ff: IS1986186055 Orri frá Þúfu
Fm: IS1983286036 Sæla frá Gerðum
M: IS1995287845 Þula frá Kálfhóli 2
Mf: IS1985187007 Reykur frá Hoftúni
Mm: IS1983287841 Toppa frá Kálfhóli 2
Mál: 140 - 140 - 62 - 142 - 27,5 - 17,0
Hófamál: Vfr: 8,8 - Va: 8,6
Sköpulag: 7,5 - 8,0 - 8,0 - 8,5 - 7,0 - 8,0 - 8,0 - 7,0 = 7,87
Hæfileikar: 9,0 - 8,0 - 7,5 - 8,0 - 8,5 - 9,0 - 7,5 = 8,43
Aðaleinkunn: 8,21
Hægt tölt: 8,5      Hægt stökk: 8,0
Sýnandi: Þórður Þorgeirsson

4. júní 2008
Hafdís frá Ármótum vann sér rétt til þátttöku á LM2008 á héraðssýningu kynbótahrossa á Gaddstaðaflötum í maí. Hún fékk 8,23 í aðaleinkunn í flokki sex vetra hryssna. Knapi var Steingrímur Sigurðsson. Hafdís er Hafdis fra Armotiundan Orra frá Þúfu og Halastjörnu frá Rauðskriðu, Þokkadóttur frá Kílhrauni. Undan Halastjörnu er einnig Sæsdóttirin Hafrún frá Ármótum, sem er fyrstu verðlauna hryssa með
8,14 í aðaleinkunn.

Hafdís er mjúk alhliða hryssa, töltið best, upp á 9,0, sem og fegurð í reið. Háls og herðar eru einnig til prýði á þessari hryssu, upp á 9,0.


IS2002286132 Hafdís frá Ármóti
Litur: 2500 Brúnn/milli- einlitt
Ræktandi:
Eigandi: Jepab ehf
F: IS1986186055 Orri frá Þúfu
Ff: IS1982151001 Otur frá Sauðárkróki
Fm: IS1983284555 Dama frá Þúfu
M: IS1989266661 Halastjarna frá Rauðuskriðu
Mf: IS1985187001 Þokki frá Kílhrauni
Mm: IS1976266670 Gná frá Syðra-Fjalli I
Mál: 140 - 139 - 64 - 146 - 27,5 - 17,0
Hófamál: Vfr: 8,0 - Va: 7,6
Sköpulag: 8,0 - 9,0 - 7,0 - 8,0 - 7,5 - 7,5 - 7,5 - 7,5 = 7,97
Hæfileikar: 9,0 - 8,5 - 7,0 - 8,0 - 8,5 - 9,0 - 7,0 = 8,41
Aðaleinkunn: 8,23
Hægt tölt: 8,5      Hægt stökk: 7,5
Sýnandi: Steingrímur Sigurðsson

14. maí 2008
Það verður í nógu að snúast hjá tamningafólkinu á Ármótum þessa dagana. Sex hross, sem þar hafa verið í tamningu og þjálfun í vetur, fara í kynbótadóm í Víðidal. Þar af eru þrjú fædd á Ármótum. Það eru hryssurnar Diljá frá Ármótum, undan Gauta frá Reykjavík og Dimmu frá Miðfelli, Hafdís frá Ármótum, undan Orra frá Þúfu og Halastjörnu frá Rauðuskriðu, og Spá frá Ármótum, undan Sæ frá Bakkakoti og Spyrnu frá Brekku, Otursdóttur frá Sauðárkróki. Einnig fara þau Mídas frá Kaldbak, undan Gára frá Auðsholtshjáleigu og Væntingu frá Kaldbak, Skorradóttur frá Gunnarsholti, Bylgja frá Steinsholti, undan Geisla frá Sælukoti og Birnu frá Ketilsstöðum, Hjörvarsdóttur frá Ketilsstöðum, og Eik frá Akranesi, undan Kjarna frá Þjóðólfshaga og Óska frá Akranesi, Blæsdóttur frá Höfða.

7. maí 2008
Fyrstu trippin tamin unan Ás

Fyrstu trippin undan Ás frá Ármóti voru tamin í vetur. Þar á meðal er hryssa undan Nælu frá Bakkakoti, sem varð Íslandsmeistari í tölti undir Hafliða Halldórssyni 1994. Hún er bráðefnileg en slasaðist fyrir skömmu og er nú í meðferð hjá dýralækni. Á Ármóti er einn stóðhestur í tamningu undan Ás. Sá heitir Magnús og er brúnskjóttur eins og faðirinn, stór og myndarlegur. Hann er hins vegar undan ósýndri hryssu.

Magnús frá Ármóti

„Ég geri ekki ráð fyrir að fara með Magnús í dóm í vor. Hann er undan ósýndri hryssu og ég mun því ekki nota hann á hryssurnar hér á búinu. 
Hef þess vegna ekki lagt sérstaka áherslu á þjálfunina. Þetta er ljómandi efnilegur foli. Ég reikna með því að selja hann graðan. Hann hefur margt við sig, litinn og myndarskapinn,“ segir Hafliði.

7. maí 2008
Hafliði stefnir með Ara í A-flokk

Hafliði Halldórsson á Ármóti undirbýr sig nú fyrir keppni í A flokki gæðinga, grein sem hann hefur lítið sem ekkert keppt í síðan hann var Ari frá Ármótimeð Sælu frá Bakkakoti á sínum tíma. Hesturinn sem um ræðir heitir Ari frá Minna-Moshvoli, rauðskjóttur undan Hilmi frá Sauðárkróki. Ari er stór og glæsilegur hestur, mjög fallegur á tölti og flugvakur. 
Móðir Ara er Perla frá Kárastöðum, Logadóttir frá Skarði. Perla er ósýnd. Hafliði segist ekki ennþá búinn að ákveða fyrir hvaða félag Ari komi til með að keppa. Það verði annað hvort Fákur eða Geysir. 
Eigandi Ara er Guðrún Pétursdóttir.

2. maí 2008
Góðir feður á Ármótum

Sær frá Bakkakoti hefur verið aðalstóðhestur á hrossaræktarbúinu á Ármótum undanfarin ár. Sonur hans Ás frá Ármótum hefur undanfarin ár verið að yfirtaka þann sess og hefur undanfarin ár verið notaður á 80% hryssna á búinu. Samhliða þeim feðgum hafa þó verið notaðir aðrir stóðhestar. Má þar nefna Vilmund frá Feti, Þórodd frá Þóroddsstöðum, Töfra frá Kjartansstöðum, Adam frá Ásmundarstöðum og Klett frá Hvammi.

Diljá frá Ármótum

 

Á myndinni er Hafliði Halldórsson á Diljá frá Ármótum, undan Gauta frá Reykjavík og Dimmu frá Miðfelli í Hornafirði, hverrar afinn er Flosi frá Brunnum. Það er stíll yfir þessari hryssu og verður fróðlegt að sjá hvernig hún spjarar sig í dómi.

 

 

 

 

 

1. maí 2008
Góður mannskapur – Góð hross

Það er mikið um að vera á Ármótum á Rangárvöllum þessa dagana. Á járnum eru ríflega sextíu hross og fimm tamninga menn að störfum auk bústjórans, Hafliða Halldórssonar. Þrjár konur eru í liðinu: Tanja Gundlach frá Þýskalandi, Jamilla Berg frá Svíþjóð, og Fia Wedin, einnig frá Svíþjóð. Þeim til halds og traust er svo tveir íslenskir karlmenn, þeir Steingrímur Sigurðsson og Jón Sveinsson, sem báðir eiga Landsmóts titla í handraðanum.

Ármót„Það hefur aldrei áður verið jafn mikill styrkur í hrossum hjá mér og nú,“ segir Hafliði. „Mannskapurinn er líka úrval. Við stefnum á að fara með fimmtán til tuttugu trippi í kynbótadómí vor og munum deila þeim á sýningarnar í Reykjavík, Hafnarfirði og á Hellu. Þau er flest undan Sæ frá Bakkakoti, en hann var aðal stóðhestur búsins í þrjú til fjögur ár.Viðstefnum líka á að mæta með ræktunarhóp frá Ármótum á LM2008.

Tanja Gundlach hefur verið við tamningar á Ármótum í vetur. Ljósm:JE

12.júlí 2007


Foli2007
Nokkrar myndir frá Ármóti teknar í júlí af afkvæmum Ás frá Ármóti og fleiri hesta. Skoða.

 

 

 

 

Lesa eldri fréttir


 
Molar

19. maí 2009
Nú er tekið á móti hryssum sem eiga að fara undir stóðhestana Ás frá Ármóti og Sæ frá Bakkakoti. Þeir sem hafa áhuga að halda hryssum undir klárana eru beðnir um að hringja í Hafliða Halldórsson í síma  8963636.

14.júlí 2008
Til sölu tveir glæsilegir stóðhestar í Þýskalandi Áramótabúinu hefur verið falið að aðstoða við sölu á tveimur glæsilegum stóðhestum.

26. júní 2008
Fimm hryssur frá Ármóti á LM2008

14. júní 2008
Sæmd með sæmd inn á LM2009.

11. júní 2008
Sæmd frá Kálfhóli 2 fékk góðar einkunnir á kynbótasýningu á Sörlastöðum.

4. júní 2008
Hafdís frá Ármótum vann sér rétt til þátttöku á LM2008

14. maí 2008
Það verður í nógu að snúast hjá tamningafólkinu á Ármótum þessa dagana. Sex hross, sem þar hafa verið í tamningu og þjálfun í vetur, fara í kynbótadóm

7. maí 2008
Fyrstu trippin undan Ás frá Ármóti voru tamin í vetur. Þar á meðal er hryssa undan Nælu frá Bakkakoti, sem varð Íslandsmeistari í tölti undir Hafliða Halldórssyni 1994. Hún er bráðefnileg en

7. maí 2008
Hafliði stefnir með Ara í A-flokk. Hafliði Halldórsson á Ármóti undirbýr sig nú fyrir keppni í A flokki gæðinga, grein sem hann hefur lítið sem ekkert keppt

2.maí 2008
Sær frá Bakkakoti hefur verið aðalstóðhestur á hrossaræktarbúinu á Ármótum undanfarin ár. Sonur hans Ás frá Ármótum hefur undanfarin ár verið að yfirtaka Lesa meira..

1.maí 2008
Það er mikið um að vera á Ármótum þessa dagana. Á járnum eru ríflega sextíu hross og fimm tamninga menn að störfum auk bústjórans, Hafliða Lesa meira..

 

12.júlí 2007
Foli2007
Nokkrar myndir frá Ármóti teknar í júlí af afkvæmum. Skoða.

12. maí 2007
Rússland
Pekka, Lorenzo og Hafliði Halldórsson við kynningu á íslenska hestinum í Rússlandi

19. apríl 2007
Ás frá Ármóti

Í dag Sumardaginn fyrsta og á fyrsta degi Hörpu opnum við sérstakan vef fyrir Ás frá Ármóti. Skoða.

11. mars 2007
Hrymur frá Hofi
Hrymur frá Hofi verður að Ármóti fyrra gangmál í sumar, þ.e. frá 20. júní. Þeir sem hafa áhuga að halda merum undir Hrym fhafi samband við Hafliða í síma 896 3636

1. mars 2007
Ás frá Ármóti verður í sumar að Ármóti, þannig að þeir sem hafa áhuga að halda merum undir

8. janúar 2007
Aðalfundur Sæsfélagsins var haldin síðustu helgi.

 

Magnus og Haflidi

 

 

Ari og Haflidi

 

 Myndir frá Ármóti

 

Ármótabúið - Ármótum - Rangárvöllum - tel 354 487 5131 - fax 354 487 5132 - email - armot@armot.is