Gistiheimilið

Gistihúsið á Ármótum er á tveimur hæðum. Á efri hæðinni eru þrjú tveggja manna herbergi, eitt baðherbergi með sturtu og annað með sturtu og nuddbaðkari. Á hæðinni er einnig sérlega falleg koníksstofa og borðstofa og tvennar svalir með fallegu útsýni til fjalla í norður og Vestmannaeyja í suður.

Á neðri hæðinni eru tvö tveggja manna herbergi, annað stórt fjölskyldu herbergi fyrir allt að fimm manns, baðherbergi með sturtu og gestasnyrting. Einnig fullkomið eldhús ásamt borðstofu fyrir tólf manns.

Gistiheimilið er til leigu fyrir hópa, fjölskyldur og einstaklinga.
-fyrir ráðstefnur án gistingar
-fyrir gesti í mat og drykk í óvissu- og ævintýraferðum

 Myndir frá Ármóti

Ármótabúið - Ármótum - Rangárvöllum - tel 354 487 5131 - fax 354 487 5132 - email - armot@armot.is