Hafliði Þ. Halldórsson

Hafliði Halldórsson er framkvæmdastjóri á Ármótum. Hann er þekktur hestamaður og knapi í Íslandshestaheiminum og hefur lengi verið þar í fremstu röð. Auk þess hefur hann skipulagt og stjórnað ýmsum sýningum og keppnum í hestamennsku.


Hafliði er ástríðufullur veiðimaður og hefur stundað skotveiði og stangaveiði frá unglings aldri. Á hverju ári fer hann á rjúpu- og gæsaveiðar og þess á milli landar hann laxi og urriða úr gjöfulum veiðiám. Hann er eftirsóttur leiðsögumaður í veiðiferðum, enda vandfundinn jafn hress og skemmtilegur ferðafélagi.

..

Hafliði á Valíant frá Heggstöðum

 Myndir frá Ármóti

Ármótabúið - Ármótum - Rangárvöllum - tel 354 487 5131 - fax 354 487 5132 - email - armot@armot.is