Hestar að Ármótum

Á Ármótum er stunduð metnaðarfull hrossarækt. Aðeins tamdar úrvals hryssur eru notaðar til undaneldis og þær leiddar undir bestu fáanlegu stóðhesta. Þrír stóðhestar marka línuna í ræktuninni á Ármótum: Hrafn frá Holtsmúla, Ófeigur frá Flugumýri og Orri frá Þúfu, en dætur þessara hesta eru meðal undaneldishryssnanna og aðal stóðhestur búsins, Sær frá Bakkakoti er undan Orra og Sælu frá Gerðum, Ófeigsdóttur frá Flugumýri.

.

 Myndir frá Ármóti

Ármótabúið - Ármótum - Rangárvöllum - tel 354 487 5131 - fax 354 487 5132 - email - armot@armot.is